Um Atlantis fiskabúraþjónustu

Atlantis fiskabúraþjónusta þjónustar fjöldann allan af fiskabúrum og tjörnum hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Búrin eru af öllum stærðum og gerðum.

Eigandi Atlantis fiskabúraþjónustu er Gunnar Wedholm Helgason. Fyrirtækið var stofnað sumarið 2011 með það markmið að gera öllum kleift að njóta þess að hafa lifandi fiska í umhverfi sínu, hvort sem það er  í umhverfi vinnustaðarins eða á eigin heimili.

Gunnar Wedholm Helgason hefur 23 ára reynslu í uppsetningu og viðhaldi fiskabúra, bæði á heimilum og hjá fyrirtækjum.  Hafðu samband í síma 698 1775 og við skulum ræða næstu skref í að koma upp gullfallegu fiskabúri hjá þér.